Til baka

Aðrir sálmar

Hag- og líffræðilegur fjölbreytileiki

Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvægur fyrir stöðugt vistkerfi og sjálfbærni í umhverfinu. Á svipaðan hátt er fjölbreytileiki kenninga hagfræðinnar forsenda þessa að efnahagslífið forðist kerfisvillur.

deilimynd-asgeirbrynjar

Í þremur fyrri tölublöðum á þessu ári hefur verið fjallað um loftslagsbreytingar sem eru eitt stærsta efnahagslega úrlausnarefnið á alþjóðavísu. Líffræðilegur fjölbreytileiki er annað þess háttar málefni. Örlög lífríkisins vegna athafna fólks og breytinga loftslags af mannavöldum skiptir miklu fyrir efnahagslífið. Ekki síst í litlu hagkerfi á eyju úti á opnu hafi sem byggir mikið af alþjóðlegum viðskiptum sínu á náttúruauðlindum og lífríkinu sem þær spretta úr.

Sameinuðu þjóðirnar halda COP fundi aðildarlandanna reglulega, bæði um loftslagið (sá 28. var í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmanna í fyrra) og fyrir líffjölbreytileikan (þeim 15. lauk í Montreal í Kanada í árslok 2022). Sjálfbærnin og sameiginleg markmið þjóðanna í þeim efnum er mikilvæg, bæði fyrir loftslagsviðbragðið og varnir fyrir fjölbreytileika lífríkisins.

Grein Gísla Pálssonar, mannfræðings og fyrrum prófessors, um útdauða geirfuglsins bindur saman þessi tvö viðfangsefni þar sem loftslagsbreytingar eru að valda eyðileggingu einstakra mynda af geirfuglunum í helli við suðurströnd Frakklands. Nýsköpun í ferðaþjónustu þar hefur getið af sér merkilegt safn sem sýnir gestum náttúruna á stafrænan hátt.

Fjármálaritið Financial Times fjallar í langri grein um síðustu helgi um áhrif þess að komast í kynni við strandaða hvali og afleiðingar þess, afrakstur og björgunartilraunir – bæði sjálfboðaliða og opinberra starfsmanna. Þverfaglegar rannsóknir sýna hvernig lífríkið og fjölbreytileiki þess kemur okkur við. Þó erfitt geti verið að reikna út tapið af hinum horfnu skepnum í beinum upphæðum.

Seðlabankar eru ekki í útrýmingarhættu, en fjölbreytileiki í markmiðum, úrræðum eða kenningagrunni þeirra er ekki sérlega mikill. Í grein Þorvaldar Gylfasonar er farið yfir tvöfalda kerfisvillu og einfaldar lausnir á verðbólguvandanum sem seðlabankar sitja uppi með.

Heimildir

  1. Why encountering a beached whale profoundly changes so many people - Financial Times 2. mars 2024 Nánar

Næsta grein