Til baka

Grein

Bandaríkin treysta áhrif sín með stöðugleikamyntum

Bandaríkin ætla að snúa tækni sem ógnar bönkum og hefðbundnu fjármálakerfi upp í styrkleika fyrir eigin mynt og ríkisfjármál. Með nýrri stefnu Donalds Trump í málefnum stöðugleikamynta (e. stablecoins) er markmiðið skýrt: Að auka útbreiðslu og notkun dollars út um allan heim og um leið styðja við fjármögnun ríkissjóðs Bandaríkjanna.

Ný tækni – ný völd

Stöðugleikamyntir eru rafrænar útgáfur hefðbundinna gjaldmiðla – t.d. dollars – sem byggja á nýjustu tækni í dreifðum gagnagrunnum og dulkóðun (bálkakeðjutækni). Þær gera notendum kleift að senda og taka við peningum á netinu án milligöngu banka eða fyrir tilstuðlan hefðbundinna greiðslumiðlunarkerfa.

Þó svo að stöðugleikamyntir hafi í fyrstu verið tengdar við sýndareignir (e. crypto), þá hefur löggjöf bæði í Evrópu og nú í Bandaríkjunum dregið skýra línu á milli þessara fyrirbæra.

Í Evrópu falla stöðugleikamyntir undir reglur um rafeyri (e. e-money). Útgefendur rafeyris [JE1] þurfa leyfi frá fjármálaeftirliti og þurfa að uppfylla skilyrði á sviði neytendaverndar, peningaþvættis, tækniöryggis, vörslu fjármuna fyrir hönd viðskiptavina o.fl.

Ný stefna í Washington

Í Bandaríkjunum hefur í nokkur ár ríkt óvissa um löggjöf á þessu sviði. Það er nú að breytast. Þann 13. mars síðastliðinn samþykkti fjármálanefnd öldungadeildarinnar frumvarpið GENIUS sem skilgreinir hvernig stöðugleikamyntir í dollar skuli tryggðar og hvaða kröfur eru gerðar til reksturs og umgjörðar útgefanda þeirra.

Samkvæmt drögum að þessu nýju regluverki í Bandaríkjunum skal stöðugleikamynt í dollar vera tryggð 1:1 með eignum í dollar – og þar skipa bandarísk ríkisskuldabréf stóran sess.

Af hverju ríkisskuldabréf?

Fyrir fjármögnun bandríska ríkisins þá skiptir nýja löggjöfin …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein