Til baka

Grein

Betri vaxtakjör fyrir almenning og ríkissjóð með vaxtaskiptasamningum

Samkvæmt skýrslu um Húsnæðislán og hvað megi betur fara

Ef íslensk stjórnvöld vilja tryggja íslenskum lánveitendum sambærileg lánskjör og í löndunum í kringum okkur, þarf rekstrarumhverfið að vera sambærilegt hvað varðar kostnað og áhættu. Kostnaður og áhætta ráðast að stórum hluta af lögum og reglum auk skilvirkni á markaði.

Í skýrslunni „Húsnæðislán Hvað má betur fara?“ eru frávik íslenskra húsnæðislána metin í samanburði við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Sérstök áhersla er lögð á framboð fasteignalána með föstum óverðtryggðum vöxtum til langs tíma.

Skýrslan sýnir að mikill innbyrðis vaxtamunur fasteignalána er til staðar innan evrusvæðisins, þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil og peningastefnu. Þetta bendir til þess að skuldastaða ríkjanna, mismunandi regluverk, ólík uppbygging lánamarkaða og misgott aðgengi að fjármálaafurðum sem nýtast í áhættu- og fjárstýringu, ráða miklu um vaxtakjör fasteignalána.

Í skýrslunni eru settar fram sex tillögur til úrbóta. Tvennt er talið nærtækast: Í fyrsta lagi að endurskoða sér-íslenskar reglur um uppgreiðslugjöld sem eru mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB mælir fyrir. Í öðru lagi að efla markað með vaxtaskiptasamninga sem eru mikilvæg forsenda hagstæðari lána með föstum óverðtryggðum vöxtum til langs tíma. Slíkir samningar draga úr vaxtaáhættu banka sem bjóða slík lán. Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér allar tilögurnar hér.

Í þessari grein verður farið betur yfir eina áhrifaríkustu leiðina til að bæta vaxtakjör fyrir almenning og ríkissjóð, sem er að efla innlendan markað með vaxtaskiptasamninga.

teiknimynd

Hvað eru vaxtaskiptasamningar?

Vaxtaskiptasamningar eru mikilvæg verkfæri í áhættu- og fjárstýringu. Þeir auðvelda fyrirtækjum, bönkum, ríkissjóðum og fleirum að stjórna sinni vaxtaáhættu og eru algengir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein