Til baka

Grein

Eftirlitsumhverfi og áhættustjórnun

Þriðji hluti

dsf3988_KoGVuSD
Mynd: Golli

Síðasta grein endaði á stuttri umfjöllum um upplifun blaðamanns Samstöðvarinnar af þeirri þjónustu sem var þá (9. júlí 2025) veitt á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða í Seltjarnarnesbæ. Samkvæmt greininni var aðbúnaður á Bjargi slæmur, einstaklingarnir sem eru vistaðir þar virtust ekki njóta valdeflandi meðferðar, hvorki er snerist að andlegum-, líkamlegum- eða félagslegumþáttum. Þá virtist lögbundið eftirlit sveitarfélagsins Seltjarnarness vera í mýflugumynd eða jafnvel ekki til staðar. Stuttu eftir frétt Samstöðvarinnar, fréttir annara miðla og umræðuþátta á Samstöðinni um m.a. eftirliti með útvistun á velferðarþjónustu, var ákveðið að vistheimilinu Bjargi yrði lokað.1 Fyrirtækið Mannvirðing sá um reksturinn á Bjargi. Þegar leitað er eftir upplýsingum um fyrirtækið, t.d. til að leita eftir upplýsingum um menntun stjórnanda á Bjargi og eftir hvaða hugmyndarfræði væri unnið á staðnum, fundust engar upplýsinga. Engar upplýsingar finnast heldur um Mannvirðingu eða hvenær fyrirtækið tók við rekstri Bjargs. Nú vakna spurningar um það hvernig starfsmenn velferðarsviðs Seltjarnarness mátu það á sínum tíma að Mannvirðing væri besti kosturinn til þess að útvista þjónustunni á Bjargi til?

Ólíklegt virðist vera að hugmyndafræði áhættustjórnunar hafi verið fylgt. Áhættustjórnun (e. risk management) líka nefnd áhættustýring, vísar almennt til heildar umgjarðar og grundvallarreglna (e. principles and framework) en Alþjóðasamtök innri endurskoðenda hafa skilgreint áhættustjórnun sem „kerfisbundna aðferð sem notast er við þvert á starfsemi stofnunar til að greina, upplýsa og ákvarða hvernig skuli bregðast við tækifærum og ógnunum sem viðkomandi stofnun stendur frammi fyrir við að ná sínum markmiðum.” Með markvissri áhættustýringu er hægt að auka líkur á því að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein