Til baka

Grein

Fjármagnsflutningar, gengi og sjálfstæð peningastefna

Þríþætt samhengi og séríslenskir stýrivextir

Samkvæmt haglíkönum, sem Robert Mundell og Marcus Fleming birtu á sjöunda áratug síðustu aldar, geta stjórnvöld ekki bæði fest gengi myntarinnar og verið með sjálfstæða peningastefnu ef fjármagnsflutningar milli landa eru frjálsir. Ástæðan er að ef gengið er fast þarf að beita vöxtum til að tryggja gengisfestuna. Ef hins vegar gengið flýtur draga væntingar um gengisbreytingar úr fjármagnsflutningum og skapa svigrúm fyrir sjálfstæða peningastefnu þar sem vöxtum er beitt til að hafa bein áhrif á framleiðslu og atvinnu og þannig óbein áhrif á verðbólgu. Frjálsir fjármagnsflutningar ættu þó að setja þessu svigrúmi takmörk. Það er ekki víst að væntingar um gengisbreytingar séu alltaf hæfilegt mótvægi við vaxtamuninn og komi þannig í veg fyrir óæskilega fjármagnsflutninga.

Franski hagfræðingurinn Helen Rey hélt því fram árið 2015 að frjálsir fjármagnsflutningar gerðu sjálfstæða peningastefnu ómögulega óháð því hvort gengið væri fast eða fljótandi[cd0355] og Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri í Svíþjóð, benti á það í ræðu árið 2017,[cbe3c2] að ef stýrivextir í Svíþjóð víki marktækt frá stýrivöxtum á stóru myntsvæðunum, evrusvæðinu og Bandaríkjunum, geti það leitt til mikilla fjármagnshreyfinga sem takmarki sjálfstæði sænska seðlabankans. Ingves nefndi að þetta sé vandamál í „minni hagkerfum“. Mismunandi peningastefna í Japan og Bandaríkjunum hefur í mörg ár leitt til mikils vaxtamunar og skapað forsendur fyrir miklum vaxtamunaviðskiptum án þess að það hafi haft marktæk áhrif á stefnu seðlabanka landanna.

Í þessari grein verður fyrst rætt um langtímaþróun raunvaxta, en gagnstætt því sem ætla mætti út frá almennri umræðu hér hafa bæði raunstýrivextir og aðrir raunvextir lækkað mikið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein