Til baka

Grein

Gætu verðstýringar hjálpað til við að berja niður verðbólguna?

Tveggja ára gömul Guardian grein sem vakti upp mikla umræðu birtist hér í íslenskri þýðingu þar sem nú hefur komið ýmislegt í ljós varðandi reynsluna af baráttunni við verðbólguna á þessum árum.

o8pplPZIOaPk_900x600_G97J2gYQ
Harry S. Truman og Franklin D. Roosevelt árið 1945 þegar sá fyrrnefndi var varaforseti.
Mynd: AFP

Verðbólga er nálægt 40 ára hámarki, í árslok 2021 þegar þessi grein er skrifuð. Helstu seðlabankar heims ákváðu þá í desember að grípa til aðgerða gegn verðbólgunni. Hins vegar gleymist oft mikilvægur þáttur sem keyrir upp verð sem er hin mikla aukning hagnaðar. Árið 2021 hefur hagnaðarframlegð í Bandaríkjunum, sem ekki má rekja til fjárhagslegra liða, náð nýjum hæðum sem ekki hafa sést síðan í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta er engin tilviljun. Í lok stríðsins þurfti skyndilega endurskipulagningu á framleiðsluferlum vegna flöskuhálsa í aðfangakeðjum ekki ósvipaða þeim sem heimsfaraldurinn 2020 olli. Þá líkt og nú hafa stórfyrirtæki með mikinn markaðsstyrk notað birgðavandamál sem tækifæri til að hækka verð og auka sinn hagnaðar. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur snúið stefnu sinni í þessum mánuði til aukins aðhalds peningastefnunnar. En það að stöðva peningalega örvun mun ekki laga aðfangakeðjuvandann. Það sem þarf í staðinn er umræða um stefnumótandi verðlagsstýringu og -eftirlit, rétt eins og þurfi eftir seinna stríð.

Hagfræðingar skiptast nú í tvær fylkingar varðandi viðbrögð við verðbólgunni. Annars vegar hópurinn sem telur að um tímabundna (e. transitory) verðbólgu sé að ræða sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af þar sem hún muni brátt hverfa. Hinn hópurinn hvetur til mikils samdráttar í ríkisútgjöldum og vill hækka vexti mikið og hratt til að forða okkur frá verulegri verðbólgukreppu (e. stagflation). En svo er þriðji möguleikinn fyrir hendi. Ríkisstjórnir gætu ráðist gegn tilteknum verðhækkunum sem knýja áfram verðbólguna með stefnumiðaðri verðstýringu (e. strategic price control) í stað þess að fara í niðurskurð útgjalda sem auka …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein