Til baka

Grein

Harðstjórn minnihlutans

Eru líkindi milli lýðræðisins og hins frjálsa markaðar?

Stjórnmálafræðingarnir Daniel Ziblatt og Steven Levitsky urðu frægir á einni nóttu árið 2018 þegar bók þeirra, How Democracies Die, kom út. Forspárgildi hennar reyndist óhugnanlega mikið, eins og vendingar undanfarinna ára í Bandaríkjunum gefa til kynna.

Í nýjustu bók þeirra, Tyranny of the Minority: Why American Democracy Reached the Breaking Point, er stækkunarglerinu beint að Bandaríkjunum, og hvernig þeirra lýðræðislegu kerfi – sem í reynd eru ekki svo lýðræðisleg – hafa gert minnihluta þjóðarinnar kleift að taka til sín völd í landinu.

Ziblatt og Levitsky líkja lýðræðinu við þær reglur sem gilda á frjálsum markaði. Stjórnmálaflokkum megi líkja við fyrirtæki: ef fyrirtæki verða fyrir ítrekuðu rekstrartapi, þá fer það í naflaskoðun, mótar nýja stefnu og skiptir út lykilstjórnendum. Sama gildi um stjórnmálaflokka. Þeir bjóða upp á ákveðnar vörur – s.s. stjórnmálamenn og hugmyndir þeirra - og keppa við aðra flokka um atkvæði.

Það sem drífur áfram heilbrigt lýðræði er samkeppni milli stjórnmálaflokka. Ef kosningakerfi virka sem skyldi, þá ættu lýðræðisleg kerfi að umbuna þeim flokkum sem hlusta á kjósendur og refsa þeim sem gera það ekki. Flokkar sem tapa neyðast þannig til að aðlagast og víkka út aðdráttarafl sitt til að vinna aftur í framtíðinni.

Ekki er hægt að segja að kosningakerfið í Bandaríkjunum fylgi þessum reglum. Þar eru rótgrónar stofnanir á borð við kjörmannaráðið (e. electoral college) og öldungadeild þingsins (e. senate) sem gefa atkvæðum ákveðinna ríkja meira vægi en annarra. Það minnkar hvata fyrir flokka til að hlusta á vilja almennings og sannfæra meirihlutann …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein