USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Háskólinn á Akureyri

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Nýlega fór fram umræða um hvort gervigreind gæti tekið við af sálfræðingum í framtíðinni. Slíkar vangaveltur um hvaða störf sé hægt að leysa af hólmi með tilkomu gervigreindar eru víða og því mikilvægt að staldra við og skoða hlutverk menntakerfisins og þá sérstaklega háskóla, í breyttu landslagi tækninnar.

Gervigreind geti magnað upp hlutdrægni

Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, hefur í sínu starfi sýnt í verki að háskólinn skuli svara námsþörfum nútímans. Hún segir mikilvægt að stúdentar læri að nota gervigreind á ábyrgan hátt í námi og vinnu, en jafnframt að þeir skilji þær siðferðilegu spurningar sem notkun gervigreindar hefur í för með sér.

Í stefnu háskólans til ársins 2030 er skýrt kveðið á um að nýta beri framfarir í tækni og gervigreind til þess að vera leiðandi í að skapa eftirsóknarvert umhverfi til náms og starfa.

Í nýrri heildstæðri stefnu háskólans um ábyrga notkun gervigreindar eru sett fram leiðarljós sem taka á þessum áskorunum. Þar er lögð áhersla á að við notkun gervigreindar sé hugað að velferð og mannmiðaðri nálgun, og að ábyrg notkun þýði að einstaklingurinn beri alltaf ábyrgð á eigin vinnu. Það er skýrt að skil á verkefni sem byggir á úttaki gervigreindar án sjálfstæðrar yfirferðar og ábyrgðartöku telst brot á akademískum heiðarleika.

„Gervigreindin hefur ekki siðferðiskennd, hún getur magnað upp hlutdrægni og því verða notendur að vera gagnrýnir og taka fulla ábyrgð á innihaldi og siðferðisþáttum,“ segir Áslaug.

Raunveruleikinn: Mannleg nálgun í stafrænum heimi

Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við HA, leiddi vinnuna við nýsetta stefnu háskólans. Nálgun hans byggir á raunsæi og virðingu fyrir mannlegri getu. Magnús hefur ítrekað bent á að tæknin sé verkfæri en ekki stjórnandi; hún á að magna upp hæfileika okkar en ekki deyfa þá eða skapa það sem kalla mætti „vitræna skuld“ – ástand þar sem við glötum hæfni til sjálfstæðrar hugsunar vegna ofurtrúar á tæknina.

Í innleiðingu stefnunnar er lögð áhersla á að stúdentar og starfsfólk skilji virkni tækninnar til hlítar og beiti henni með gagnrýnni hugsun og forðist um leið „ábyrgðarþoku“ – þar sem enginn veit hver ber ábyrgð á úttaki vélarinnar.

Lykillinn að farsælli innleiðingu liggur í nálguninni

Rannsóknir sýna skýran mun á „meistaralegri nálgun“, þar sem stúdentar nota gervigreind til að dýpka …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.
Vetur
Efnahagsmál 41. tbl.

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta