USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.

Skóli, menntun

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.

Á tímum örar tækniþróunar standa menntakerfi frammi fyrir grundvallar breytingum og sumir vilja meina að skólakerfið bregðist ekki nógu hratt við og dragist aftur úr þróuninni. Á síðustu árum hefur sprottið upp fjöldi frumkvöðla og fyrirtækja sem þróa svokallaðar menntatæknilausnir, en það eru tæknimiðaðar leiðir til að bæta og breyta námi, kennslu og skipulagi skóla. Þrátt fyrir mikla grósku og hugvit, þá standa þessar nýju lausnir oft frammi fyrir hindrunum sem snúa að regluverki, fjárskorti og stefnuleysi sem leiðir til þess að kennarar og skólastjórnendur fá ekki að innleiða lausnir sem þau telja að myndu bæta kennsluna. Einnig má merkja ákveðna menningargjá milli skóla-, fræða- og frumkvöðlasamfélags sem veldur því að mikil ringulreið ríkir yfir gæðum lausnanna með tilliti til árangurs nemenda.

Í þessari grein verður varpað ljósi á menntatækni á Íslandi, hverjar helstu áskoranir og tækifæri eru og ekki síst, hvað þarf að gerast til að við nýtum tæknina betur, af ábyrgð og í þágu menntunar nemenda.

Menntatæknilausnir í íslenskum skólum

Tækni og menntun eiga langa samtvinnaða sögu. Greinarhöfundur vann til dæmis fyrir Námsgagnastofnun, sem var og hét, um síðustu aldamót að gerð gagnvirks kennsluefnis (e. E-learning) sem var aðgengilegt öllum skólum á vef stofnunarinnar. Þá leiddi Hildigunnur Halldórsdóttir tölvunarfræðingur og stærðfræðingur þróunarvinnu, fjölmargar stafrænar kennslulausnir litu dagsins ljós og það mætti líta á ritstjórana á þessum tíma sem frumkvöðla innan stofnunarinnar.

BETT – árlega mennta- tækni­sýningin í London

Til þess að átta sig á flórunni geta lesendur sett sig í spor gesta á BETT-sýningunni en þar var í ár hægt að ganga á milli eftirfarandi svæða þar sem fyrirtæki og opinberar stofnanir kynntu sínar vörur og nálganir:

  • Kennslu- og náms­tæknilausnir: Tækni og lausnir sem styðja við kennslu og nám.
  • Umsýslulausnir: Tæknilausnir fyrir skólastjórnendur og rekstur skóla.
  • Alþjóðlegt sýningarsvæði: Þjóðir sýna hvað ber hæst hjá þeim og í nýsköpun og lausnum fyrir menntakerfið.
  • Tækja- og búnaðarsvæði: Tæki og búnaður sem styðja við nám, kennslu og skólastarf.
  • Sprota- og nýsköpunarsvæði: Tækifæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki til að kynna nýjungar sínar.

Kennarar og skólafólk á Íslandi þekkja líka vel sýningar eins og BETT (British Educational Training and Technology) sem er haldin í London ár hvert og fagnar nú 40 ára afmæli. Slíkir viðburðir hafa nýst skólafólki í gegnum árin til að kynna sér nýjar tæknilausnir og aðferðir og meta síðan hvort þær eiga erindi í skólana hér heima.

Á undanförnum árum hafa fleiri íslenskar lausnir komið fram í dagsljósið og rutt sér rúms bæði hérlendis og líka fengið athygli á heimsmælikvarða. Mentor sem núna heitir InfoMentor er líklega sú íslenska menntatæknilausn sem kemur fyrst upp í hugann hjá mörgum því hún er notuð í öllum grunnskólum á Íslandi. Flóran er þó mun breiðari því á Íslandi hafa orðið til sérhæfðar lausnir fyrir ólíkar námsgreinar og fjölbreyttar aðgengis- og inngildingaþarfir á undanförnum árum. Þar mætti fyrst nefna stærðfræðikennsluhugbúnaðinn Evolytes og aðstoðarkennarann Atlas Primer sem báðar hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar innan menntatæknisenunnar. Önnur fyrirtæki og verkefni hafa sýnt sig þjóna mikilvægum þörfum innan menntakerfisins eins og atferlisþjálfunin hjá BeanFee, tungumálakennsla BaraTala í fullorðinsfræðslu og tónlistarkennsla hjá Moombix, og Læsir: Skólalausnir sem heldur utan um heimalestur svo nefnt sé aðeins brot af því sem er í þróun hérlendis. Þar að auki eru ýmis félög og fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu sem nýta menntatækni þótt varan sem sé seld sé síðan í formi þjónustu eða kennslu, þetta er oft að frumkvæði einstaklinga með nýskapandi viðhorf, hér má nefna Tónagull, Kunnáttu og Skóla í Skýjunum.

Erlendar menntatæknilausnir eru líka aðlagaðar og notaðar hérlendis eins til dæmis og Graphogame sem eru aðgengilegar öllu íslenska skólakerfinu í gegnum stuðning frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, innleiðingin var styrkt og studd af einkaframtaki sjálfseignastofnunarinnar Andvara sem hefur einsett sér að stuðla að framúrskarandi menntakerfi á Íslandi.

Þá hafa gríðarlegar framfarir í máltækni gjörsamlega umbreytt raunveruleika margra nemenda, foreldra og kennara til dæmis með íslensku sem annað mál og fjölmörg stuðningskerfi hafa gefið nemendum með sérþarfir byr undir vængi og möguleika sem ekki hefðu verið mögulegir áður. Lausnirnar og hjálpartækin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, og eru nýtt til að bregðast við alvarlegum áskorunum samtímans.

Í bígerð eru síðan svo margar menntatæknilausnir og það verður sérstaklega spennandi að fylgjast áfram með þróun þar sem leitast er við að nýta íslenska máltækni og gervigreind og sjá hvernig skóla-, fræða- og frumkvöðlasamfélag munu samnýta þekkingarheim sinn. Gleymum ekki að frumkvöðlastarf í þágu menntunar á sér líka stað innan veggja skólanna, en kennarar og aðrir eiga það líka til að þróa lausnir og námsgögn samhliða kennslu eða öðru menntatengdu starfi. Þá má teygja hugtakið um nýsköpun yfir í svokallaða notendanýsköpun sem verður æ áhugaverðari einmitt í takt við tækniframfarir.

Hvað er menntatækni?

Nýsköpun í menntun getur tekið á sig ótal myndir – hún á sér stað í námskrárvinnu, aðferðafræði, samstarfi og skipulagi. Í þessari grein verður þó sjónum beint að þeirri nýsköpun sem hefur rutt sér til rúms með tækni og stafrænum lausnum – oft nefnd menntatækni.

Menntatækni (e. EdTech) er því regnhlífarhugtak yfir stafrænar lausnir sem styðja við nám og kennslu. Það getur verið allt frá kennsluhugbúnaði, námsefni á netinu, gervigreindarlausnum til umsýslukerfa skóla.

Hægt er að flokka menntatækni á ólíkan hátt, sjá til dæmis yfirlit Global Education Market Taxonomy sem er flokkun út frá markaðssjónarmiðum.

Menntatæknisamtök á Íslandi
Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja voru stofnuð formlega árið 2022 og í þeim eru núna 16 fyrirtæki sem flest mætti kalla sprotafyrirtæki. Í kynningum samtakanna er menntatæknihugtakið skilgreint sem „menntatækni er þegar tækni er innleidd í kennslu með markvissum hætti til að kenna á tæknina sjálfa sem og til að nýta tæknina til náms.”

Frumskógur – hvernig veljum við menntatækni?

Það er auðsýnt að mikill vilji og áhugi er til staðar hjá fjölbreyttum hópi fólks til að láta gott af sér leiða fyrir íslenska skólakerfið og gera íslenskum nemendum kleift að nýta sér það nýjasta og besta. Kennarar leitast við að halda sér upplýstum í síbreytilegum heimi, hugmyndasmiðir og frumkvöðlar reyna að skilja skólasamfélagið sem best til að smíða menntatæknilausnir sem nýtast í kennslu, og fræðifólk, sérfræðingar og fræðslufulltrúar leggja sitt af mörkum við þróun, innleiðingu og prófanir á nýjum lausnum og námsgögnum. Þrátt fyrir þetta virðist menntatæknilandslagið þó enn …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.