
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 byggir kerfi fiskveiðistjórnunar á aflamarki þar sem heildaraflamark fyrir hverja fisktegund er ákveðið árlega á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar. Fiskistofa sér um úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa á grundvelli aflahlutdeilda sem bundnar eru við tiltekin skip og veiðileyfi. Fiskveiðiárið nær frá 1. september til 31. ágúst árið á eftir.
Aflaheimildum er úthlutað til ákveðinna skipa eitt fiskveiðiár í senn. Úthlutunin fer þannig fram að hver hlutdeild (t.d. 0,5%) veitir rétt til samsvarandi hlutfalls af árlegu heildaraflamarki viðkomandi tegundar. Aflaheimildirnar eru framseljanlegar og viðskipti með þær eru skráð hjá Fiskistofu.
Þorskígildisstuðlar (ÞÍG) eru hlutfallslegt verð tegundar miðað við þorsk og eru notaðir til þess að reikna verðmæti úthlutana hvers fiskveiðiárs (1. september - 31. ágúst). Þeir eru metnir út frá verði og magni afurða á tímabilinu 1. maí til 30. apríl og skal ráðuneyti reikna þessa stuðla fyrir 15. júlí.
Almenn veiðileyfi eru tvenns konar, þ.e. veiðileyfi með aflamark og veiðileyfi með krókaaflamark. Samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila má ekki nema yfir 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, eða yfir 5% af heildarverðmæti krókaaflahlutdeildar. Auk þess kveða lögin á um hámarksaflahlutdeild sömu aðila í einstökum tegundum, þannig má hámarksaflahlutdeild þeirra aldrei vera hærra en t.d. þorsks 12%, ýsu 20% og karfa 35%.
Fyrirtækið Arev hefur í nokkurn tíma þróað reiknilíkön til greininga á upplýsingum um m.a. aflamark og eignarhald í sjávarútvegi þar sem hægt er að skoða raunstöðu miðað við gildandi lög, auk þess að hægt er að greina áhrif sem framlögð frumvörp um breytingar á lögum (t.d. varðandi gagnsæi og tengda aðila) hefðu í för með sér ef þau yrðu lögfest. Möguleiki er að reikna samþjöppun í sjávarútvegi og innan einstakra fiskistofna þar sem stuðst er við Herfindahl Hirshman stuðulinn (HHI). Til grundvallar hámarksaflahlutdeildar hefur verið byggður upp gagnagrunnur um eignarhald í sjávarútvegi þar sem hægt er að skoða ýmsar niðurstöður þegar tekið er tillit til fjölskyldutengsla, yfirráða eftir mismunandi skilgreiningum laga og ólíkra skilgreininga á tengdum aðilum.
Í reikniforritunum er byggt á upplýsingum úr gagnagrunni Fiskistofu og …








